Lagði CrossFit skóna á hilluna eftir að hafa misst bronsið til Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2021 08:00 Kristin Holte náði ekki að enda CrossFit ferilinn á verðlaunapalli á heimsleikunum. Instagram/@holtekristin Norska CrossFit konan Kristin Holte hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir langan CrossFit feril. Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin) CrossFit Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Í beinni: Þróttur - Víkingur | Reykjavíkurslagur í Laugardal Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Sjá meira
Holte fór mikinn á heimsleikunum á dögunum og var lengi vel inn á verðlaunapallinum. Hún varð hins vegar að sætta sig við fjórða sætið. Holte ætlaði sér örugglega á pall á síðustu heimsleikunum og það að missa bronsið til Anníe Mistar var örugglega svekkjandi en alls ekki ástæðan fyrir því að hún er hætt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Holte er orðin 35 ára gömul og var að keppa á sínum áttundu heimsleikum. Hennar besti árangur var árið 2019 þegar hún fékk silfur. Holte var með 85 stiga forskot á Anníe Mist Þórisdóttur eftir ellefu fyrstu greinarnar á heimsleikunum í ár, 814 stig á móti 729. Anníe Mist var búin að jafna hana fyrir lokagreinina þar sem hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að ná þriðja besta árangrinum. Holte tilkynnti það á samfélagsmiðlum eftir heimsleikana að hún væri hætt að keppa í CrossFit. Síðasti dansinn, eins og hún orðaði það, var á dögunum. Holte hafði helgað CrossFit íþróttinni líf sitt undanfarin átta ár. „Fjórða hraustasta kona jarðar. Ég er stolt. Ég er þakklát. Ég er ánægð en ég er líka niðurbrotin,“ skrifaði Kristin Holte og vísaði þar eflaust í það að hafa misst bronsverðlaunin í lokin til Anníe Mistar. Anníe Mist sendi henni kveðju í skilaboðum við færsluna: „Ein af aðdáunarverðustu íþróttakonum sem ég þekki. Ég elskaði að keppa við hlið þér,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist er ekki sú eina sem sendi henni kveðju heldur gerðu það allar helstu CrossFit konur heimsins og það er ljóst á öllu að Holte naut mikillar virðingar í hreyfingunni. Ein af þeim var Sara Sigmundsdóttir. „Ég mun sakna þess svo mikið að keppa við þig. Þú ert ein af bestu íþróttakonum og bestu manneskjum sem ég hef hitt,“ skrifaði Sara. Það má sjá kveðjufærslu Holte og öll skilaboðin frá CrossFit konunum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kristin Holte (@holtekristin)
CrossFit Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Í beinni: Þróttur - Víkingur | Reykjavíkurslagur í Laugardal Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti