„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2021 18:32 Kári var gestur Birgis Olgeirssonar fréttamanns í Pallborðinu á Vísi í dag. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10