Ekki forsvaranlegt að leyfa veirunni að ganga yfir að svo stöddu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:36 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir. Ekki verður hægt að meta hvort forsvaranlegt sé að leyfa kórónuveirunni að ganga yfir samfélagið fyrr en bólusetningum verður lokið eftir nokkra mánuði, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Þá þurfa viðkvæmir hópar mögulega að ganga lengra en aðrir í persónulegum sóttvörnum næstu misseri. Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að nú sé helsta markmiðið að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningum. Að þeim loknum verði hægt að meta næstu skref; hvort veiran eigi yfir að ganga eða hvort grípa þurfi til annars konar ráðstafana. „Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju bæði hvað varðar áhættumatið hjá covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Við búumst frekar við því bólusetningin muni sannreynast áfram því það hafa önnur lönd séð Delta ganga yfir og séð góð áhrif af bólusetningunni gegn mjög alvarlegum veikindum og dauðsföllum og vonum að það sama eigi við hér,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að hér sé til mikið magn af bóluefni, og því ættu bólusetningar að ganga hratt fyrir sig. „Það sem breytist kannski helst er að þá þurfa þeir sem eru í þessari stöðu kannski ekki að vera alveg jafn áhyggjufullir yfir því ef smit berst inn á hjúkrunarheimili. Þá er í raun búið að fullnýta þau bóluefni sem við eigum til varnar þeim einstaklingum.“ Á meðan þurfi að beina sjónum að viðkvæmum hópum. „Hvort það kemur utan frá með boðum og bönnum eða hvort það kemur innan frá hjá einstaklingnum, hjúkrunarheimilinu, sambýlinu eða þess háttar. Ef fólk er ekki í sjálfstæðri búsetu þá þarf það að koma í ljós en við erum að gera áhættumat á hverjum degi og getum alltaf lent í þeirri aðstöðu að það verði að leggja til harðari aðgerðir,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að nú sé helsta markmiðið að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningum. Að þeim loknum verði hægt að meta næstu skref; hvort veiran eigi yfir að ganga eða hvort grípa þurfi til annars konar ráðstafana. „Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju bæði hvað varðar áhættumatið hjá covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Við búumst frekar við því bólusetningin muni sannreynast áfram því það hafa önnur lönd séð Delta ganga yfir og séð góð áhrif af bólusetningunni gegn mjög alvarlegum veikindum og dauðsföllum og vonum að það sama eigi við hér,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að hér sé til mikið magn af bóluefni, og því ættu bólusetningar að ganga hratt fyrir sig. „Það sem breytist kannski helst er að þá þurfa þeir sem eru í þessari stöðu kannski ekki að vera alveg jafn áhyggjufullir yfir því ef smit berst inn á hjúkrunarheimili. Þá er í raun búið að fullnýta þau bóluefni sem við eigum til varnar þeim einstaklingum.“ Á meðan þurfi að beina sjónum að viðkvæmum hópum. „Hvort það kemur utan frá með boðum og bönnum eða hvort það kemur innan frá hjá einstaklingnum, hjúkrunarheimilinu, sambýlinu eða þess háttar. Ef fólk er ekki í sjálfstæðri búsetu þá þarf það að koma í ljós en við erum að gera áhættumat á hverjum degi og getum alltaf lent í þeirri aðstöðu að það verði að leggja til harðari aðgerðir,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira