Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2021 12:10 Kári situr fyrir svörum klukkan 16. Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðari aðgerðir innanlands og lét þau ummæli falla í gær að veiran yrði að ganga yfir samfélagið til að ná hjarðónæmi, án þess þó að það myndi valda of miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Hann mætti svo í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins samdægurs og sagði að enn væri markmiðið að halda veirunni í skefjum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á föstudag að ekki væri réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag og gripið var til þegar fyrsta og önnur bylgja faraldursins gekk yfir því nú væru margir varðir með bólusetningu. Hann stakk hins vegar upp á að takmarka ætti frelsi þeirra sem hafna bólusetningu, en dró þá tillögu til baka samdægurs. Kári mætir í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi klukkan 16 í dag til að ræða þessi mál, og rík þörf á því enda óljóst eins og sakir standa hvert framhaldið verður og ágreiningur uppi í samfélaginu hver sú leið ætti að vera. Núverandi aðgerðir innanlands gilda til föstudagsins 13. ágúst og mun ríkisstjórnin koma saman til fundar á morgun þar sem þessi mál verða vafalaust rædd. Uppfært: Útsendingu Pallborðsins er lokið en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pallborðið - Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Pallborðið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðari aðgerðir innanlands og lét þau ummæli falla í gær að veiran yrði að ganga yfir samfélagið til að ná hjarðónæmi, án þess þó að það myndi valda of miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Hann mætti svo í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins samdægurs og sagði að enn væri markmiðið að halda veirunni í skefjum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á föstudag að ekki væri réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag og gripið var til þegar fyrsta og önnur bylgja faraldursins gekk yfir því nú væru margir varðir með bólusetningu. Hann stakk hins vegar upp á að takmarka ætti frelsi þeirra sem hafna bólusetningu, en dró þá tillögu til baka samdægurs. Kári mætir í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi klukkan 16 í dag til að ræða þessi mál, og rík þörf á því enda óljóst eins og sakir standa hvert framhaldið verður og ágreiningur uppi í samfélaginu hver sú leið ætti að vera. Núverandi aðgerðir innanlands gilda til föstudagsins 13. ágúst og mun ríkisstjórnin koma saman til fundar á morgun þar sem þessi mál verða vafalaust rædd. Uppfært: Útsendingu Pallborðsins er lokið en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pallborðið - Kári Stefánsson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Pallborðið Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira