„Ég sprakk í fyrri hálfleik“ Atli Arason skrifar 8. ágúst 2021 22:06 Ragnar Sigurðsson yfirgaf Rukh Lviv og er kominn heim í Fylki. mynd/fcrukh.com Ragnar Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í 15 ár. Ragnar hefur ekki spilað mikinn fótbolta undanfarið síðan hann yfirgaf herbúðir Rukh Lviv í Úkraínu og það vantar aðeins upp á leikformið hjá þessum reynslumikla miðverði. „Ég sprakk í fyrri hálfleik eftir 20-30 mínútur,“ sagði Ragnar og hló áður en hann bætti við, „ég vissi að ég myndi komast yfir það. Ég vissi ekki hvernig ég myndi vera eftir hálfleikinn en það var vitað að ég myndi ekki klára 90 mínútur. Þegar ég fann að ég var að vera meira ‘liability‘ heldur en að gera eitthvað gagn þá bað ég um skiptingu,“ svaraði Ragnar aðspurður út í standið á líkamanum. Keflvíkingar eru eflaust sáttari en Fylkismenn við stigið í kvöld. Fylkir fékk þó nokkur hættuleg færi til að klára leikinn í kvöld en inn vildi boltinn ekki. „Mér fannst þetta hörku leikur. Ágætis hraði og eitthvað um færi. Mér fannst við eiga fleiri færi í þessum leik og áttum að klára hann. Keflavík spilaði samt mjög vel á köflum, þeir eru með nokkra tekníska leikmenn þannig að jafnteflið er kannski allt í lagi en mér fannst við samt eiga þetta meira skilið.“ „Þetta er bara annar leikurinn síðan ég kom. Við erum ekki alveg að ná að klára færin okkar nógu vel. Svona eins og í síðasta leik þar sem maður fann að þetta er ekki að fara að detta fyrir okkur. Við vorum samt beittari í dag og mér hélt að markið væri að fara að detta en þetta er eitthvað svona augnablik sem við erum í. Það er allavega jákvætt að við erum að sækja vel og hratt og skapa okkur færi, við getum alltaf byggt á því.“ Ragnar er ánægður með heimkomuna og er ánægður hvernig fyrstu dagarnir hans í Árbænum hafa þróast. „Það eru skemmtilegir strákar í liðinu og fínar æfingar. Það hefur verið auðvelt að detta inn í þetta og ég þekki Fylkis svæðið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög gott,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, að lokum. Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Ragnar hefur ekki spilað mikinn fótbolta undanfarið síðan hann yfirgaf herbúðir Rukh Lviv í Úkraínu og það vantar aðeins upp á leikformið hjá þessum reynslumikla miðverði. „Ég sprakk í fyrri hálfleik eftir 20-30 mínútur,“ sagði Ragnar og hló áður en hann bætti við, „ég vissi að ég myndi komast yfir það. Ég vissi ekki hvernig ég myndi vera eftir hálfleikinn en það var vitað að ég myndi ekki klára 90 mínútur. Þegar ég fann að ég var að vera meira ‘liability‘ heldur en að gera eitthvað gagn þá bað ég um skiptingu,“ svaraði Ragnar aðspurður út í standið á líkamanum. Keflvíkingar eru eflaust sáttari en Fylkismenn við stigið í kvöld. Fylkir fékk þó nokkur hættuleg færi til að klára leikinn í kvöld en inn vildi boltinn ekki. „Mér fannst þetta hörku leikur. Ágætis hraði og eitthvað um færi. Mér fannst við eiga fleiri færi í þessum leik og áttum að klára hann. Keflavík spilaði samt mjög vel á köflum, þeir eru með nokkra tekníska leikmenn þannig að jafnteflið er kannski allt í lagi en mér fannst við samt eiga þetta meira skilið.“ „Þetta er bara annar leikurinn síðan ég kom. Við erum ekki alveg að ná að klára færin okkar nógu vel. Svona eins og í síðasta leik þar sem maður fann að þetta er ekki að fara að detta fyrir okkur. Við vorum samt beittari í dag og mér hélt að markið væri að fara að detta en þetta er eitthvað svona augnablik sem við erum í. Það er allavega jákvætt að við erum að sækja vel og hratt og skapa okkur færi, við getum alltaf byggt á því.“ Ragnar er ánægður með heimkomuna og er ánægður hvernig fyrstu dagarnir hans í Árbænum hafa þróast. „Það eru skemmtilegir strákar í liðinu og fínar æfingar. Það hefur verið auðvelt að detta inn í þetta og ég þekki Fylkis svæðið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög gott,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fylkis, að lokum.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira