Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2021 19:10 Kamilla segir mikilvægast að vernda viðkvæmustu hópana. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. „Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira