Aron er 27 ára gamall kantmaður sem lék með Fjölni hér á landi áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Tromsö og Start í Noregi áður en hann fór til Belgíu upphafi síðasta árs.
Hann skoraði fjögur mörk í 15 leikjum fyrir Union á síðustu leiktíð er liðið komst upp úr belgísku B-deildinni.
Fótbolti.net greinir frá því að Aron sé nú á leið aftur til Skandinavíu og muni ganga í raðir danska B-deildarliðsins Horsens. Hjá Horsens er fyrir Ágúst Eðvald Hlynsson.
Aron hefur leikið sex landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þeim tvö mörk.