Messi sagður skrifa undir í París á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 12:01 Messi og Neymar verða samherjar á ný. Wagner Meier/Getty Images Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. Messi stóð fyrir blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem hann útskýrði brottför sína frá Barcelona og sagðist hann ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en hann segir nýjan samning hafa verið kláran en fjármálareglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert að verkum að ekki gekk upp að skrifa undir hann. Franski miðillinn L'Equipe er á meðal þeirra fjölmörgu erlendu miðla sem greina frá því eftir fund Messis í dag að hann muni ganga frá skiptum sínum til Paris Saint-Germain í Frakklandi. L'Equipe segir skiptin ganga í gegn í dag, en ESPN segir að hann fari í læknisskoðun í París í dag og skrifi undir á morgun. Messi vildi ekki staðfesta hvert för hans væri heitið eftir brottförina frá Barcelona á fundinum í dag en sagði PSG vera á meðal möguleika í stöðunni. „Það er möguleiki, en ég hef ekki gengið frá neinu við neinn.“ sagði Messi. „Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga. Ekkert er í hendi en við erum augljóslega í viðræðum við þá.“ BREAKING: Lionel Messi to PSG is DONE! He will have his medical tonight or tomorrow morning in Paris before signing his contract sources have told @LaurensJulien pic.twitter.com/eNb2cWOp3Z— ESPN FC (@ESPNFC) August 8, 2021 Í París mun Messi endurnýja kynni sín við Brasilíumanninn Neymar, en þeir léku saman hjá Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2013 til 2017, áður en sá brasilíski var keyptur fyrir metfé til Parísar. Neymar er sagður hafa boðið Messi að fá treyju númer 10 frá sér hjá franska félaginu, en Messi muni hafna því og bera númerið 19. Hann bar það hjá Barcelona árin 2006 til 2008, áður en hann fékk tíuna eftir að landi Neymars, Ronaldinho, yfirgaf spænska félagið. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning í frönsku höfuðborginni að verðmæti 25 milljónum evra á ári. Messi fær því tæplega hálfa milljón evra í vikulaun hjá PSG. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Messi stóð fyrir blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem hann útskýrði brottför sína frá Barcelona og sagðist hann ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en hann segir nýjan samning hafa verið kláran en fjármálareglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert að verkum að ekki gekk upp að skrifa undir hann. Franski miðillinn L'Equipe er á meðal þeirra fjölmörgu erlendu miðla sem greina frá því eftir fund Messis í dag að hann muni ganga frá skiptum sínum til Paris Saint-Germain í Frakklandi. L'Equipe segir skiptin ganga í gegn í dag, en ESPN segir að hann fari í læknisskoðun í París í dag og skrifi undir á morgun. Messi vildi ekki staðfesta hvert för hans væri heitið eftir brottförina frá Barcelona á fundinum í dag en sagði PSG vera á meðal möguleika í stöðunni. „Það er möguleiki, en ég hef ekki gengið frá neinu við neinn.“ sagði Messi. „Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga. Ekkert er í hendi en við erum augljóslega í viðræðum við þá.“ BREAKING: Lionel Messi to PSG is DONE! He will have his medical tonight or tomorrow morning in Paris before signing his contract sources have told @LaurensJulien pic.twitter.com/eNb2cWOp3Z— ESPN FC (@ESPNFC) August 8, 2021 Í París mun Messi endurnýja kynni sín við Brasilíumanninn Neymar, en þeir léku saman hjá Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2013 til 2017, áður en sá brasilíski var keyptur fyrir metfé til Parísar. Neymar er sagður hafa boðið Messi að fá treyju númer 10 frá sér hjá franska félaginu, en Messi muni hafna því og bera númerið 19. Hann bar það hjá Barcelona árin 2006 til 2008, áður en hann fékk tíuna eftir að landi Neymars, Ronaldinho, yfirgaf spænska félagið. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning í frönsku höfuðborginni að verðmæti 25 milljónum evra á ári. Messi fær því tæplega hálfa milljón evra í vikulaun hjá PSG.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira