Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni.
Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli.
Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós.
Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu.
Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M
— (@futprofeta) August 7, 2021
Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum.
Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2.