Frakkar hefndu fyrir tapið 2016 og eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 13:37 Frakkar eru Ólympíumeistarar í þriðja sinn eftir seiglusigur á Dönum. Maja Hitij/Getty Images Frakkland vann 25-23 sigur á Danmörku í úrslitum í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Frakkar hefna þar með fyrir tap fyrir Dönum í úrslitum á leikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Leikur liðanna var jafn í upphafi og staðan var 4-4 snemma leiks. Þá náðu Frakkar yfirhöndinni með tveimur mörkum í röð, 6-4, og komust svo þremur mörkum yfir, 9-6. Frakkar komust mest fjórum mörkum yfir, 12-8. Sá munur hélst til loka fyrri hálfleiks, en á lokasekúndu hálfleiksins skoraði Mahé til að veita Frökkum 14-10 forystu í hléi. Frakkar komust svo sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleiknum, fyrst 16-10, og svo 18-12. Fjölda tapaðra bolta kostaði Dani þar. Danir bitu hins vegar frá sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Niklas Landin komst í gang í markinu og Mikkel Hansen fór mikinn í sókninni. Þrjú mörk Hansens í röð minnkuðu muninn í 22-19, en Hansen hafði þá skorað níu af 19 mörkum Dana. Frakkar fengu þá tvær klaufalegar tveggja mínútna brottvísanir í röð og voru tveimur færri í tæpa mínútu. Danir gengu á lagið og minnkuðu muninn enn frekar í 22-21 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Frakkar tóku þá leikhlé og við tóku fimm mínútur án dansks marks. Frakkar komust í 23-21 og þá klúðraði Hansen víti þar sem hann hafði tækifæri til að minnka muninn aftur í eitt mark. Matthias Gydsel tókst þó að minna í 23-22 í næstu sókn og eins marks munur þegar fjórar mínútur voru eftir. Guillaume Gille becomes the only 3rd person in the history, who has won the Olympics both as a player and a head coach:- Vladimir Maksimov (player 1976, coach 2000)- Branislav Pokrajac (player 1972, coach 1984)- Guillaume Gille (player 2008+2012, coach 2021) #handball pic.twitter.com/Ntd8MGszCj— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar endurnýjuðu tveggja marka forskot sitt skömmu síðar og Dönum tókst illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Nicolai Jacobsen tók lekhlé í stöðunni 24-22 þegar tvær mínútur voru eftir og Danir skoruðu í kjölfarið. Þeir kláruðu vörnina gegn Frökkum og höfðu tækifæri til að jafna í næstu sókn þar sem þeir spiluðu sjö gegn sex. Þar töpuðu Danir hins vegar boltanum. Ludovic Fabregas stal honum og kastaði boltanum í autt markið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 25-23 sigur Frakka var því staðreynd. .@NKARABATIC becomes the 1st ever to win the triple Handball Grand Slam !- 3 European Championships - 4 World Championships - 3 Champions Leagues - 3 Olympics He is also 3 times IHF World Player of the Year .Flagbearer of France in Paris 2024?! pic.twitter.com/vLwHYQoBRQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar eru því Ólympíumeistarar í handbolta karla í þriðja sinn. Áður unnu þeir í Peking 2008, eftir sigur á Íslandi í úrslitum, og í Lundúnum 2012. Þeir hlutu silfur á síðustu leikum 2016, eftir tap fyrir Dönum, sem þá voru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frakkland Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leikur liðanna var jafn í upphafi og staðan var 4-4 snemma leiks. Þá náðu Frakkar yfirhöndinni með tveimur mörkum í röð, 6-4, og komust svo þremur mörkum yfir, 9-6. Frakkar komust mest fjórum mörkum yfir, 12-8. Sá munur hélst til loka fyrri hálfleiks, en á lokasekúndu hálfleiksins skoraði Mahé til að veita Frökkum 14-10 forystu í hléi. Frakkar komust svo sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleiknum, fyrst 16-10, og svo 18-12. Fjölda tapaðra bolta kostaði Dani þar. Danir bitu hins vegar frá sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Niklas Landin komst í gang í markinu og Mikkel Hansen fór mikinn í sókninni. Þrjú mörk Hansens í röð minnkuðu muninn í 22-19, en Hansen hafði þá skorað níu af 19 mörkum Dana. Frakkar fengu þá tvær klaufalegar tveggja mínútna brottvísanir í röð og voru tveimur færri í tæpa mínútu. Danir gengu á lagið og minnkuðu muninn enn frekar í 22-21 þegar tíu mínútur lifðu leiks. Frakkar tóku þá leikhlé og við tóku fimm mínútur án dansks marks. Frakkar komust í 23-21 og þá klúðraði Hansen víti þar sem hann hafði tækifæri til að minnka muninn aftur í eitt mark. Matthias Gydsel tókst þó að minna í 23-22 í næstu sókn og eins marks munur þegar fjórar mínútur voru eftir. Guillaume Gille becomes the only 3rd person in the history, who has won the Olympics both as a player and a head coach:- Vladimir Maksimov (player 1976, coach 2000)- Branislav Pokrajac (player 1972, coach 1984)- Guillaume Gille (player 2008+2012, coach 2021) #handball pic.twitter.com/Ntd8MGszCj— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar endurnýjuðu tveggja marka forskot sitt skömmu síðar og Dönum tókst illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Nicolai Jacobsen tók lekhlé í stöðunni 24-22 þegar tvær mínútur voru eftir og Danir skoruðu í kjölfarið. Þeir kláruðu vörnina gegn Frökkum og höfðu tækifæri til að jafna í næstu sókn þar sem þeir spiluðu sjö gegn sex. Þar töpuðu Danir hins vegar boltanum. Ludovic Fabregas stal honum og kastaði boltanum í autt markið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. 25-23 sigur Frakka var því staðreynd. .@NKARABATIC becomes the 1st ever to win the triple Handball Grand Slam !- 3 European Championships - 4 World Championships - 3 Champions Leagues - 3 Olympics He is also 3 times IHF World Player of the Year .Flagbearer of France in Paris 2024?! pic.twitter.com/vLwHYQoBRQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 7, 2021 Frakkar eru því Ólympíumeistarar í handbolta karla í þriðja sinn. Áður unnu þeir í Peking 2008, eftir sigur á Íslandi í úrslitum, og í Lundúnum 2012. Þeir hlutu silfur á síðustu leikum 2016, eftir tap fyrir Dönum, sem þá voru undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Frakkland Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða