Gangan er hálfnuð Hans Jónsson skrifar 7. ágúst 2021 08:30 „Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Norðausturkjördæmi Hinsegin Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
„Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun