Messi langt kominn í viðræðum við PSG Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 08:01 Messi hefur leikið sinn síðasta leik í treyju Barcelona. EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi virðist á leið til Parísar í Frakklandi eftir að samningaviðræður hans við Barcelona sigldu í strand í fyrradag. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann skrifi undir hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain í næstu viku. Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool. Franski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool.
Franski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira