Helgi gat ekki sagt nei: „Hafði hugsað mér að taka pásu frá körfuboltanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:00 Helgi Már Magnússon skiptir úr ermalausu treyjunni í þjálfaragallann. vísir/hanna Helgi Már Magnússon, nýráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu að taka við liðinu. Hann hlakki til nýs hlutverks hjá félaginu sem hann hefur spilað fyrir stærstan hluta síns leikmannaferils. Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KR Dominos-deild karla Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KR Dominos-deild karla Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira