Kanadísku stelpurnar Ólympíumeistarar eftir vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 14:55 Kandadísku stelpurnar Deanne Rose og Shelina Zadorsky fagna sigri í vítakeppninni. AP/Fernando Vergara Kanada tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Svíþjóð í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Stephanie Labbé var hetja kanadíska liðsins en hún varði tvö víti í vítaspyrnukeppninni sem Kanada vann 3-2. Labbé spilar einmitt í Svíþjóð með Rosengård. Hedvig Lindahl, markvörður Svía, varði tvö af fyrstu fjórum vítum kanadísku stelpnanna og fyrirliði sænska liðsins Caroline Seger gat í framhaldinu tryggt sænska liðinu gullið. Seger skaut hins vegar boltanum yfir og Kanada náði að jafna í næstu spyrnu. CANADA WIN GOLD IN WOMEN S OLYMPIC FOOTBALL pic.twitter.com/RJhGcM9Jye— B/R Football (@brfootball) August 6, 2021 Labbé varði fyrsta víti Svía í bráðabana og það var síðan hin tvítuga Julia Grosso sem skoraði sigurmarkið úr sjötta víti Kanada. Sænska liðið tapaði úrslitaleiknum á síðustu leikum og Kanada hafði unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum. Stina Blackstenius kom sænska liðinu í 1-0 á 34. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Kosovare Asllani. Þetta var hennar fimmta mark á leikunum. Sænska liðið var yfir í leikum í 33 mínútur eða fram í miðjan seinni hálfleik. Jessie Fleming tryggði Kanada sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitunum á vítapunktinum og hún klikkaði heldur ekki þegar Varsjáin gaf Kanada víti á 67. mínútu. Reynsluboltinn féll í teignum og Jessie Fleming skoraði af öryggi alveg eins og hún gerði á móti Bandaríkjunum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Stephanie Labbé var hetja kanadíska liðsins en hún varði tvö víti í vítaspyrnukeppninni sem Kanada vann 3-2. Labbé spilar einmitt í Svíþjóð með Rosengård. Hedvig Lindahl, markvörður Svía, varði tvö af fyrstu fjórum vítum kanadísku stelpnanna og fyrirliði sænska liðsins Caroline Seger gat í framhaldinu tryggt sænska liðinu gullið. Seger skaut hins vegar boltanum yfir og Kanada náði að jafna í næstu spyrnu. CANADA WIN GOLD IN WOMEN S OLYMPIC FOOTBALL pic.twitter.com/RJhGcM9Jye— B/R Football (@brfootball) August 6, 2021 Labbé varði fyrsta víti Svía í bráðabana og það var síðan hin tvítuga Julia Grosso sem skoraði sigurmarkið úr sjötta víti Kanada. Sænska liðið tapaði úrslitaleiknum á síðustu leikum og Kanada hafði unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum. Stina Blackstenius kom sænska liðinu í 1-0 á 34. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Kosovare Asllani. Þetta var hennar fimmta mark á leikunum. Sænska liðið var yfir í leikum í 33 mínútur eða fram í miðjan seinni hálfleik. Jessie Fleming tryggði Kanada sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitunum á vítapunktinum og hún klikkaði heldur ekki þegar Varsjáin gaf Kanada víti á 67. mínútu. Reynsluboltinn féll í teignum og Jessie Fleming skoraði af öryggi alveg eins og hún gerði á móti Bandaríkjunum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3
Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira