Conor sagðist vilja borða börnin hans Khabibs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í UFC 229 í byrjun október 2018. getty/Hans Gutknecht Í færslu á Twitter, sem hann hefur nú eytt, sagðist Conor McGregor vilja borða börn Khabibs Nurmagomedov. Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans. Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni. Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið. „Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt. Conor Mcgregor tells Khabib that he wants to eat his children and speaks about his family in a deleted tweet pic.twitter.com/zhPcg0OCFl— My Mixtapez (@mymixtapez) August 6, 2021 Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum. MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans. Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni. Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið. „Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt. Conor Mcgregor tells Khabib that he wants to eat his children and speaks about his family in a deleted tweet pic.twitter.com/zhPcg0OCFl— My Mixtapez (@mymixtapez) August 6, 2021 Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum.
MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira