Sævar Atli: Ég kem með orku og kraft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 16:26 Sævar Atli Magnússon í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Lyngby. Skjámynd/LyngbyBoldklub1921 Sævar Atli Magnússon var strax tekinn í viðtal á Youtube síðu Lungby og vill sjá brjálaða stuðningsmenn í fyrsta leik. Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Danski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Danski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira