Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2021 14:41 Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur vakið gríðarlega athygli. Vísir/Vilhelm Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. Greinin var birt í gær en hún er hluti af greinaröð þar sem sérstaklega er fjallað um hvað sé helst í tísku að gera í borgum um allan heim, og hvernig sé hægt að upplifa það. „Þetta var eins og á tónleikahátíð,“ er haft eftir Tomas Gustafsson, háskólanemenda sem ferðast hefur tvisvar hingað til lands til þess að verða vitni að eldgosinu. Fyrsta ferð hans var skömmu eftir að gosið hófst í vor. „Það var hellingur af fólki á leiðinni átt að gosinu,“ er haft eftir Gustafsson. „Við grilluðum pylsur á hrauninu og drukkum bjór.“ Einnig er rætt við Ryan Connolly sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Hidden Iceland, en hann segist hafa ferðast með um þrjú hundruð Bandaríkjamenn að gosinu frá því í maí. Í einni af þessum ferðum fór hann með vini sínum sem var nýútskrifaður úr háskóla. „Hann tók með sex flöskur af kampavíni,“ er haft eftir Connolly. „Allir voru að opna kampavínsflöskur.“ Nýjasta æðið að fara á djammið eftir gönguna Í greininni segir greinarhöfundur að nýjasta æðið á meðal ferðamanna sé að fara að eldgosinu og svo beint í bæinn til þess að halda skemmtuninni áfram. Er rætt við Bandaríkjamanninn Danny Manzouri, sem hélt steggjunina sína hér á landi í júní. Segist hann hafa reiknað með að verða dauðþreyttur eftir gönguna en þegar til Reykjavíkur var komið klukkan eitt um nótt að göngu lokinni, var farið beint á djammið, enda adrenalínið á fullu eftir að hafa séð eldgos með eigin augum. Á djamminu var skálað fyrir eldgosinu og segir Manzouri að eldgosið hafi í raun verið á allra vörum. Ókunnugir hafi skipst á sögum frá eldgosinu á meðan drykkir voru hesthúsaðir. Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að gosinuVísir/Vilhelm Segir Manzouri einnig að íslenska sumarnóttin hafi þessi áhrif á mannskapinn, ekki síst sú staðreynd að hér er bjart yfir nóttina stóran hluta sumars. „Maður er bara aldrei þreyttur,“ er haft eftir Manzouri. „Sólin heldur manni gangandi.“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Næturlíf Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. 27. júlí 2021 15:04 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Greinin var birt í gær en hún er hluti af greinaröð þar sem sérstaklega er fjallað um hvað sé helst í tísku að gera í borgum um allan heim, og hvernig sé hægt að upplifa það. „Þetta var eins og á tónleikahátíð,“ er haft eftir Tomas Gustafsson, háskólanemenda sem ferðast hefur tvisvar hingað til lands til þess að verða vitni að eldgosinu. Fyrsta ferð hans var skömmu eftir að gosið hófst í vor. „Það var hellingur af fólki á leiðinni átt að gosinu,“ er haft eftir Gustafsson. „Við grilluðum pylsur á hrauninu og drukkum bjór.“ Einnig er rætt við Ryan Connolly sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Hidden Iceland, en hann segist hafa ferðast með um þrjú hundruð Bandaríkjamenn að gosinu frá því í maí. Í einni af þessum ferðum fór hann með vini sínum sem var nýútskrifaður úr háskóla. „Hann tók með sex flöskur af kampavíni,“ er haft eftir Connolly. „Allir voru að opna kampavínsflöskur.“ Nýjasta æðið að fara á djammið eftir gönguna Í greininni segir greinarhöfundur að nýjasta æðið á meðal ferðamanna sé að fara að eldgosinu og svo beint í bæinn til þess að halda skemmtuninni áfram. Er rætt við Bandaríkjamanninn Danny Manzouri, sem hélt steggjunina sína hér á landi í júní. Segist hann hafa reiknað með að verða dauðþreyttur eftir gönguna en þegar til Reykjavíkur var komið klukkan eitt um nótt að göngu lokinni, var farið beint á djammið, enda adrenalínið á fullu eftir að hafa séð eldgos með eigin augum. Á djamminu var skálað fyrir eldgosinu og segir Manzouri að eldgosið hafi í raun verið á allra vörum. Ókunnugir hafi skipst á sögum frá eldgosinu á meðan drykkir voru hesthúsaðir. Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að gosinuVísir/Vilhelm Segir Manzouri einnig að íslenska sumarnóttin hafi þessi áhrif á mannskapinn, ekki síst sú staðreynd að hér er bjart yfir nóttina stóran hluta sumars. „Maður er bara aldrei þreyttur,“ er haft eftir Manzouri. „Sólin heldur manni gangandi.“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri, líkt og fjallað var um á Vísi í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Næturlíf Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. 27. júlí 2021 15:04 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34
Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07
Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. 27. júlí 2021 15:04