Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2021 12:56 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira