Bandarísku stelpurnar tryggðu sér bronsið eftir mikinn markaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 09:56 Reynsluboltarnir Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í bronsleiknum og hér fagna þær saman öðru marka Rapinoe. AP/Andre Penner Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta klúðraði tækifærinu á að spila um gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó en þær unnu bronsið í dag eftir sjö marka leik. Bandaríkin mættu Ástralíu og unnu leikinn 4-3 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik og leiða 4-1 í upphafi síðari hálfleiks. Áströlsku stelpurnar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og settu mikla pressu á bandaríska liðið. Bæði liðin töpuðu undanúrslitaleiknum með minnsta mun gegn Svíþjóð og Kanada sem spila um gullið á morgun. Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en þetta voru fyrstu mörk þeirra á leikunum. Hin 39 ára gamla Lloyd er komin með 128 mörk fyrir landsliðið en hin 36 ára gamla Rapinoe hefur skorað 61 landsliðsmark. Rapinoe x2Lloyd x2Two @USWNT legends secure the bronze medal with a 4-3 win over Australia pic.twitter.com/fL9tZsORkQ— B/R Football (@brfootball) August 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur brons en það hafði áður unnið fjögur gull og eitt silfur. Ástralska liðið átti möguleika á sínum fyrstu Ólympíuverðlaunum í greininni. Bandaríska liðið var í úrslitaleik Ólympíuleikanna á fyrstu fimm leikunum sem kvennafótbolti var með en hefur nú klikkað á að komast þangað á tveimur leikum í röð. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútum leiksins en Sam Kerr jafnaði metin í 1-1 á milli markanna. Reynsluboltinn Carli Lloyd skoraði síðan sitt hvorum megin við hálfleikinn og kom bandaríska liðinu í 4-1. Fyrra markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna á 51. mínútu. Áströlsku stelpurnar ætluðu ekki að gefast upp og Caitlin Foord minnkaði muninn í tvö með skallamarki þremur mínútum eftir seinna mark Lloyd. Sam Kerr átti stuttu síðar skalla sem fór í stöngina og rúllaði eftir marklínunni án þess að fara í markið. Ref blows the whistle before an AUS corner (!) and the USWNT has won bronze in a wild game. 4-3.— Grant Wahl (@GrantWahl) August 5, 2021 Carli Lloyd hélt síðan að hún væri búin að innsigla þrennuna en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ástralska liðið náði loks að minnka muninn í blálokin með marki Emily Gielnik á 90. mínútu en bandaríska liðið hélt út og tryggði sér bronsið. Það var samt pressa á bandaríska liðinu og dómari leiksins flautaði síðan leikinn af þegar áströlsku stelpurnar áttu horn. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Bandaríkin mættu Ástralíu og unnu leikinn 4-3 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik og leiða 4-1 í upphafi síðari hálfleiks. Áströlsku stelpurnar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og settu mikla pressu á bandaríska liðið. Bæði liðin töpuðu undanúrslitaleiknum með minnsta mun gegn Svíþjóð og Kanada sem spila um gullið á morgun. Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en þetta voru fyrstu mörk þeirra á leikunum. Hin 39 ára gamla Lloyd er komin með 128 mörk fyrir landsliðið en hin 36 ára gamla Rapinoe hefur skorað 61 landsliðsmark. Rapinoe x2Lloyd x2Two @USWNT legends secure the bronze medal with a 4-3 win over Australia pic.twitter.com/fL9tZsORkQ— B/R Football (@brfootball) August 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur brons en það hafði áður unnið fjögur gull og eitt silfur. Ástralska liðið átti möguleika á sínum fyrstu Ólympíuverðlaunum í greininni. Bandaríska liðið var í úrslitaleik Ólympíuleikanna á fyrstu fimm leikunum sem kvennafótbolti var með en hefur nú klikkað á að komast þangað á tveimur leikum í röð. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútum leiksins en Sam Kerr jafnaði metin í 1-1 á milli markanna. Reynsluboltinn Carli Lloyd skoraði síðan sitt hvorum megin við hálfleikinn og kom bandaríska liðinu í 4-1. Fyrra markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna á 51. mínútu. Áströlsku stelpurnar ætluðu ekki að gefast upp og Caitlin Foord minnkaði muninn í tvö með skallamarki þremur mínútum eftir seinna mark Lloyd. Sam Kerr átti stuttu síðar skalla sem fór í stöngina og rúllaði eftir marklínunni án þess að fara í markið. Ref blows the whistle before an AUS corner (!) and the USWNT has won bronze in a wild game. 4-3.— Grant Wahl (@GrantWahl) August 5, 2021 Carli Lloyd hélt síðan að hún væri búin að innsigla þrennuna en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ástralska liðið náði loks að minnka muninn í blálokin með marki Emily Gielnik á 90. mínútu en bandaríska liðið hélt út og tryggði sér bronsið. Það var samt pressa á bandaríska liðinu og dómari leiksins flautaði síðan leikinn af þegar áströlsku stelpurnar áttu horn.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira