Bandarísku stelpurnar tryggðu sér bronsið eftir mikinn markaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 09:56 Reynsluboltarnir Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í bronsleiknum og hér fagna þær saman öðru marka Rapinoe. AP/Andre Penner Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta klúðraði tækifærinu á að spila um gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó en þær unnu bronsið í dag eftir sjö marka leik. Bandaríkin mættu Ástralíu og unnu leikinn 4-3 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik og leiða 4-1 í upphafi síðari hálfleiks. Áströlsku stelpurnar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og settu mikla pressu á bandaríska liðið. Bæði liðin töpuðu undanúrslitaleiknum með minnsta mun gegn Svíþjóð og Kanada sem spila um gullið á morgun. Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en þetta voru fyrstu mörk þeirra á leikunum. Hin 39 ára gamla Lloyd er komin með 128 mörk fyrir landsliðið en hin 36 ára gamla Rapinoe hefur skorað 61 landsliðsmark. Rapinoe x2Lloyd x2Two @USWNT legends secure the bronze medal with a 4-3 win over Australia pic.twitter.com/fL9tZsORkQ— B/R Football (@brfootball) August 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur brons en það hafði áður unnið fjögur gull og eitt silfur. Ástralska liðið átti möguleika á sínum fyrstu Ólympíuverðlaunum í greininni. Bandaríska liðið var í úrslitaleik Ólympíuleikanna á fyrstu fimm leikunum sem kvennafótbolti var með en hefur nú klikkað á að komast þangað á tveimur leikum í röð. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútum leiksins en Sam Kerr jafnaði metin í 1-1 á milli markanna. Reynsluboltinn Carli Lloyd skoraði síðan sitt hvorum megin við hálfleikinn og kom bandaríska liðinu í 4-1. Fyrra markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna á 51. mínútu. Áströlsku stelpurnar ætluðu ekki að gefast upp og Caitlin Foord minnkaði muninn í tvö með skallamarki þremur mínútum eftir seinna mark Lloyd. Sam Kerr átti stuttu síðar skalla sem fór í stöngina og rúllaði eftir marklínunni án þess að fara í markið. Ref blows the whistle before an AUS corner (!) and the USWNT has won bronze in a wild game. 4-3.— Grant Wahl (@GrantWahl) August 5, 2021 Carli Lloyd hélt síðan að hún væri búin að innsigla þrennuna en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ástralska liðið náði loks að minnka muninn í blálokin með marki Emily Gielnik á 90. mínútu en bandaríska liðið hélt út og tryggði sér bronsið. Það var samt pressa á bandaríska liðinu og dómari leiksins flautaði síðan leikinn af þegar áströlsku stelpurnar áttu horn. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Bandaríkin mættu Ástralíu og unnu leikinn 4-3 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik og leiða 4-1 í upphafi síðari hálfleiks. Áströlsku stelpurnar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og settu mikla pressu á bandaríska liðið. Bæði liðin töpuðu undanúrslitaleiknum með minnsta mun gegn Svíþjóð og Kanada sem spila um gullið á morgun. Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en þetta voru fyrstu mörk þeirra á leikunum. Hin 39 ára gamla Lloyd er komin með 128 mörk fyrir landsliðið en hin 36 ára gamla Rapinoe hefur skorað 61 landsliðsmark. Rapinoe x2Lloyd x2Two @USWNT legends secure the bronze medal with a 4-3 win over Australia pic.twitter.com/fL9tZsORkQ— B/R Football (@brfootball) August 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur brons en það hafði áður unnið fjögur gull og eitt silfur. Ástralska liðið átti möguleika á sínum fyrstu Ólympíuverðlaunum í greininni. Bandaríska liðið var í úrslitaleik Ólympíuleikanna á fyrstu fimm leikunum sem kvennafótbolti var með en hefur nú klikkað á að komast þangað á tveimur leikum í röð. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútum leiksins en Sam Kerr jafnaði metin í 1-1 á milli markanna. Reynsluboltinn Carli Lloyd skoraði síðan sitt hvorum megin við hálfleikinn og kom bandaríska liðinu í 4-1. Fyrra markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna á 51. mínútu. Áströlsku stelpurnar ætluðu ekki að gefast upp og Caitlin Foord minnkaði muninn í tvö með skallamarki þremur mínútum eftir seinna mark Lloyd. Sam Kerr átti stuttu síðar skalla sem fór í stöngina og rúllaði eftir marklínunni án þess að fara í markið. Ref blows the whistle before an AUS corner (!) and the USWNT has won bronze in a wild game. 4-3.— Grant Wahl (@GrantWahl) August 5, 2021 Carli Lloyd hélt síðan að hún væri búin að innsigla þrennuna en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ástralska liðið náði loks að minnka muninn í blálokin með marki Emily Gielnik á 90. mínútu en bandaríska liðið hélt út og tryggði sér bronsið. Það var samt pressa á bandaríska liðinu og dómari leiksins flautaði síðan leikinn af þegar áströlsku stelpurnar áttu horn.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti