Tveir íslenskir miðverðir munu því leika í Mílanó á næsta tímabili en Guðný Árnadóttir er á mála hjá AC Milan.
Anna Björk kemur til Inter frá Le Havre í Frakklandi þar sem hún lék á síðasta tímabili. Liðið endaði í tólfta og neðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og féll.
| ANNUNCIO
— Inter Women (@Inter_Women) August 5, 2021
Anna Björk Kristjánsdóttir è una nuova giocatrice dell'Inter https://t.co/xb1ZtuFlzW
Anna Björk hefur einnig leikið með KR, Stjörnunni og Selfossi hér á landi, Örebro og Limhamn Bunkoflo í Svíþjóð og PSV Eindhoven í Hollandi.
Á síðasta tímabili endaði Inter í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Í sumar var Rita Guarino ráðinn þjálfari Inter. Áður var hún með Juventus og gerði liðið fjórum sinnum í röð að ítölskum meisturum.