Leiðtogi óskast! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. ágúst 2021 17:30 Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar