Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 18:31 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar þurfi að finna leið til þess að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er með veiruna þrammandi um í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira