Bein útsending: Það getur verið öðruvísi að eldast hinsegin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2021 16:30 Sandra segir óttann við fordóma geta valdið einangrun aldraðra hinsegin einstaklinga. Getty „Rannsóknir erlendis sýna að þessi hópur aldraðra, sem þarf að fara að leita aðstoðar á borð við heimahjúkrun, forðast að nýta sér þessa þjónustu.“ Þetta segir Sandra Ósk Eysteinsdóttir um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan. Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan.
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira