Fór yfir tvær stórar ákvarðanir í Árbænum: „Stend fast á því að þetta er aldrei víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 10:01 Egill Arnar Sigurþórsson fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. stöð 2 sport Egill Arnar Sigurþórsson mætti í viðtal eftir leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max-deild karla í gær og fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leiknum, rauða spjaldið sem Daði Ólafsson fékk og vítaspyrnuna sem Fylkismenn vildu fá. Egill stendur við þær báðar. „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55