Fór yfir tvær stórar ákvarðanir í Árbænum: „Stend fast á því að þetta er aldrei víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 10:01 Egill Arnar Sigurþórsson fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. stöð 2 sport Egill Arnar Sigurþórsson mætti í viðtal eftir leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max-deild karla í gær og fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leiknum, rauða spjaldið sem Daði Ólafsson fékk og vítaspyrnuna sem Fylkismenn vildu fá. Egill stendur við þær báðar. „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55