Boða til Covid-fundar með fulltrúum listafólks og íþróttahreyfingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 23:21 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samsett Stjórnvöld hafa boðað til fundar á morgun með fulltrúum úr listageiranum og íþróttahreyfingunni til að ræða áhrif kórónuveirufaraldursins. Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira