Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 22:36 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund. Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund.
Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira