Hjá Liverpool næstu fimm árin - Enn óvissa með Henderson Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 17:45 Fabinho skrifaði undir fimm ára samning í dag og geta stjórnarmenn Liverpool merkt einn kross á langan tjékklistann. Jon Super/PA Images via Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool um fimm ár. Enn bíða stuðningsmenn liðsins fregna af samningsmálum fyrirliðans Jordan Henderson. Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira