Anníe Mist kom grátandi í mark og grætti nær alla í salnum í viðtalinu á eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir í vitðalinu strax eftir að hún hafði tryggt sér bronsið. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir tókst að komast á verðlaunapall á heimsleikunum þegar minna en ár var liðið frá því að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það er óhætt að segja að Anníe hafi stolið athyglinni á lokakafla heimsleikanna með frábærum endaspretti sínum. Anníe Mist og hin norska Kristin Holte voru jafnar í þriðja sætinu fyrir lokagreinin eftir að Anníe hafði unnið upp forskot Holte hægt og rólega allan lokadaginn. Anníe sýndi síðan mikinn andlegan styrk sinn með því að ná þriðja sætinu í lokagreininni og tryggja sér um leið bronsið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Það fór ekkert framhjá neinum að Anníe var í miklu uppáhaldi í salnum og eins og vanalega þá olli hún engum vonbrigði með keppnishörku, gleði sinni og einstakri útgeislun. Þegar þú vinnur þá kemur þú vanalega hoppandi kát eða kátur í mark en tilfinningaflæðið fór eiginlega með íslensku goðsögnina á þessari mögnuðu stundu. Anníe Mist Þórisdóttir hágrét eftir að hún kom í markið enda búinn að ná ótrúlegum árangri með því að vinna sig upp í þriðja sætið.Skjámynd/Youtube Anníe Mist kom nefnilega grátandi í mark í lokagreininni þá búin að átta sig á því að bronsverðlaunin væru hennar. Það er líka óhætt að segja að mjög tilfinningaríkar mínútur hafi farið í gang í framhaldinu. Anníe var fljótlega tekin í viðtal og hún grætti þar nær alla í salnum og þá sem heima sátu. Það fór ekkert á milli mála hversu mikið þetta ár hafði reynt á hana og hversu ánægð hún var með þennan frábæran árangur. „Ég veit eiginlega ekki hvað var í gangi hjá mér en ég trúði þessu eiginlega ekki. Jú ég hef unnið heimsleikana tvisvar sinnum og það toppar ekkert það að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Það var líka mjög tilfinningarík stund þegar ég kom til baka eftir bakaðgerðina,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu í útsendingu CrossFit samtakanna en það var tekið eftir lokagreinina. Anníe brotnaði svo eiginlega niður. „Ég ætlaði ekki eiginlega ekki að vera hér af því að ég hélt að ég væri ekki samkeppnishæf en svo komst ég á pallinn,“ sagði Anníe Mist grátandi. „Þetta hefur líklega verið erfiðasta árið á ævi minni en á sama tíma eitt af bestu árunum mínum. Svo takk fyrir allir, þið eruð frábær. Ég valdi svo sannarlega réttu íþróttagreinina,“ sagði Anníe. Hún var spurð út í mikilvægi þess að vera fyrirmynd fyrir dóttur sína Freyju Mist. „Það mikilvægasta fyrir mig var að fara á leikana. Ég skuldaði sjálfri mér það og þó að engin muni fara að kenna sjálfum sér um það þá vildi ég ekki líta til baka og þurfa að segja henni að ég hafi ekki getað keppa af því að ég vildi ekki fara frá henni. Ég vildi vera sterk fyrirmynd og við öll skuldum okkur það að geta okkar besta í því sem við gerum. Við eigum alltaf að reyna,“ sagði Anníe. Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist koma í mark og svo viðtalið við hana enn neðar. CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Anníe Mist og hin norska Kristin Holte voru jafnar í þriðja sætinu fyrir lokagreinin eftir að Anníe hafði unnið upp forskot Holte hægt og rólega allan lokadaginn. Anníe sýndi síðan mikinn andlegan styrk sinn með því að ná þriðja sætinu í lokagreininni og tryggja sér um leið bronsið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Það fór ekkert framhjá neinum að Anníe var í miklu uppáhaldi í salnum og eins og vanalega þá olli hún engum vonbrigði með keppnishörku, gleði sinni og einstakri útgeislun. Þegar þú vinnur þá kemur þú vanalega hoppandi kát eða kátur í mark en tilfinningaflæðið fór eiginlega með íslensku goðsögnina á þessari mögnuðu stundu. Anníe Mist Þórisdóttir hágrét eftir að hún kom í markið enda búinn að ná ótrúlegum árangri með því að vinna sig upp í þriðja sætið.Skjámynd/Youtube Anníe Mist kom nefnilega grátandi í mark í lokagreininni þá búin að átta sig á því að bronsverðlaunin væru hennar. Það er líka óhætt að segja að mjög tilfinningaríkar mínútur hafi farið í gang í framhaldinu. Anníe var fljótlega tekin í viðtal og hún grætti þar nær alla í salnum og þá sem heima sátu. Það fór ekkert á milli mála hversu mikið þetta ár hafði reynt á hana og hversu ánægð hún var með þennan frábæran árangur. „Ég veit eiginlega ekki hvað var í gangi hjá mér en ég trúði þessu eiginlega ekki. Jú ég hef unnið heimsleikana tvisvar sinnum og það toppar ekkert það að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Það var líka mjög tilfinningarík stund þegar ég kom til baka eftir bakaðgerðina,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu í útsendingu CrossFit samtakanna en það var tekið eftir lokagreinina. Anníe brotnaði svo eiginlega niður. „Ég ætlaði ekki eiginlega ekki að vera hér af því að ég hélt að ég væri ekki samkeppnishæf en svo komst ég á pallinn,“ sagði Anníe Mist grátandi. „Þetta hefur líklega verið erfiðasta árið á ævi minni en á sama tíma eitt af bestu árunum mínum. Svo takk fyrir allir, þið eruð frábær. Ég valdi svo sannarlega réttu íþróttagreinina,“ sagði Anníe. Hún var spurð út í mikilvægi þess að vera fyrirmynd fyrir dóttur sína Freyju Mist. „Það mikilvægasta fyrir mig var að fara á leikana. Ég skuldaði sjálfri mér það og þó að engin muni fara að kenna sjálfum sér um það þá vildi ég ekki líta til baka og þurfa að segja henni að ég hafi ekki getað keppa af því að ég vildi ekki fara frá henni. Ég vildi vera sterk fyrirmynd og við öll skuldum okkur það að geta okkar besta í því sem við gerum. Við eigum alltaf að reyna,“ sagði Anníe. Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist koma í mark og svo viðtalið við hana enn neðar.
CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira