Með frelsi hverra að leiðarljósi? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2021 18:30 Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun