Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2021 21:00 Helgarplön Bertu Sandholt breyttust mjög þegar hún lenti í einangrun. aðsend Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. Það eru eflaust plön fæstra að vera í einangrun í farsóttarhúsi um verslunarmannahelgina. Berta Sandholt er á fjórða degi í einangrun í farsóttarhúsinu við Barónstíg en hún ætlaði austur á land að skemmta sér með fjölskyldunni um helgina. „Sem betur fer var ég ekki með miða á þjóðhátíð eða miða á eitthvað. Þetta átti að vera allskonar húllumhæ og skemmtilegt. Auðvitað hefði ég viljað gera það en ég er ekki búin að kaupa tjald og þannig,“ segir Berta og hlær. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Umsjónarmaður farsóttarhúsanna hvetur þá sem eru í einangrun til að reyna að njóta helgarinnar. „Það er allt í streymi. Bæði Helgi og brekkusöngur þannig það er um að gera kaupa sér streymi og njóta,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara „Facetime“ og förum yfir stjörnuspána. Við gerum það daglega. Ég mun ekki fylgjast með instagram, ég geri það minna þegar ég kemst ekki út. Horfi bara á ólympíuleikana eða eitthvað.“ Berta er smátt og smátt að fá heilsuna aftur en verst finnst henni að njóta ekki matar. „Ég finn ekki bragð og ekki lykt sem er hræðilegt því ég er með kex og snakk og eitthvað hérna.“ Engin fjölmenn kvöldvaka í farsóttarhúsum Gylfi segir að engin kvöldvaka verði í farsóttarhúsum. „Nei en það er aldrei að vita nema við verðum með símabingó eða símakarókí, það kemur bara í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira
Það eru eflaust plön fæstra að vera í einangrun í farsóttarhúsi um verslunarmannahelgina. Berta Sandholt er á fjórða degi í einangrun í farsóttarhúsinu við Barónstíg en hún ætlaði austur á land að skemmta sér með fjölskyldunni um helgina. „Sem betur fer var ég ekki með miða á þjóðhátíð eða miða á eitthvað. Þetta átti að vera allskonar húllumhæ og skemmtilegt. Auðvitað hefði ég viljað gera það en ég er ekki búin að kaupa tjald og þannig,“ segir Berta og hlær. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Umsjónarmaður farsóttarhúsanna hvetur þá sem eru í einangrun til að reyna að njóta helgarinnar. „Það er allt í streymi. Bæði Helgi og brekkusöngur þannig það er um að gera kaupa sér streymi og njóta,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara „Facetime“ og förum yfir stjörnuspána. Við gerum það daglega. Ég mun ekki fylgjast með instagram, ég geri það minna þegar ég kemst ekki út. Horfi bara á ólympíuleikana eða eitthvað.“ Berta er smátt og smátt að fá heilsuna aftur en verst finnst henni að njóta ekki matar. „Ég finn ekki bragð og ekki lykt sem er hræðilegt því ég er með kex og snakk og eitthvað hérna.“ Engin fjölmenn kvöldvaka í farsóttarhúsum Gylfi segir að engin kvöldvaka verði í farsóttarhúsum. „Nei en það er aldrei að vita nema við verðum með símabingó eða símakarókí, það kemur bara í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00
Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16