Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2021 21:00 Helgarplön Bertu Sandholt breyttust mjög þegar hún lenti í einangrun. aðsend Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. Það eru eflaust plön fæstra að vera í einangrun í farsóttarhúsi um verslunarmannahelgina. Berta Sandholt er á fjórða degi í einangrun í farsóttarhúsinu við Barónstíg en hún ætlaði austur á land að skemmta sér með fjölskyldunni um helgina. „Sem betur fer var ég ekki með miða á þjóðhátíð eða miða á eitthvað. Þetta átti að vera allskonar húllumhæ og skemmtilegt. Auðvitað hefði ég viljað gera það en ég er ekki búin að kaupa tjald og þannig,“ segir Berta og hlær. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Umsjónarmaður farsóttarhúsanna hvetur þá sem eru í einangrun til að reyna að njóta helgarinnar. „Það er allt í streymi. Bæði Helgi og brekkusöngur þannig það er um að gera kaupa sér streymi og njóta,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara „Facetime“ og förum yfir stjörnuspána. Við gerum það daglega. Ég mun ekki fylgjast með instagram, ég geri það minna þegar ég kemst ekki út. Horfi bara á ólympíuleikana eða eitthvað.“ Berta er smátt og smátt að fá heilsuna aftur en verst finnst henni að njóta ekki matar. „Ég finn ekki bragð og ekki lykt sem er hræðilegt því ég er með kex og snakk og eitthvað hérna.“ Engin fjölmenn kvöldvaka í farsóttarhúsum Gylfi segir að engin kvöldvaka verði í farsóttarhúsum. „Nei en það er aldrei að vita nema við verðum með símabingó eða símakarókí, það kemur bara í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Það eru eflaust plön fæstra að vera í einangrun í farsóttarhúsi um verslunarmannahelgina. Berta Sandholt er á fjórða degi í einangrun í farsóttarhúsinu við Barónstíg en hún ætlaði austur á land að skemmta sér með fjölskyldunni um helgina. „Sem betur fer var ég ekki með miða á þjóðhátíð eða miða á eitthvað. Þetta átti að vera allskonar húllumhæ og skemmtilegt. Auðvitað hefði ég viljað gera það en ég er ekki búin að kaupa tjald og þannig,“ segir Berta og hlær. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Umsjónarmaður farsóttarhúsanna hvetur þá sem eru í einangrun til að reyna að njóta helgarinnar. „Það er allt í streymi. Bæði Helgi og brekkusöngur þannig það er um að gera kaupa sér streymi og njóta,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara „Facetime“ og förum yfir stjörnuspána. Við gerum það daglega. Ég mun ekki fylgjast með instagram, ég geri það minna þegar ég kemst ekki út. Horfi bara á ólympíuleikana eða eitthvað.“ Berta er smátt og smátt að fá heilsuna aftur en verst finnst henni að njóta ekki matar. „Ég finn ekki bragð og ekki lykt sem er hræðilegt því ég er með kex og snakk og eitthvað hérna.“ Engin fjölmenn kvöldvaka í farsóttarhúsum Gylfi segir að engin kvöldvaka verði í farsóttarhúsum. „Nei en það er aldrei að vita nema við verðum með símabingó eða símakarókí, það kemur bara í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00
Samfélagsmiðlastjörnur njóta um verslunarmannahelgina Samfélagsmiðladrottningar landsins njóta lífsins í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Eins og við má búast einkennist helgarferðin af miklum glamúr. 31. júlí 2021 14:16