Naeher varði tvö víti í vítakeppninni og eitt í leiknum: Rapinoe með sigurvítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 13:56 Megan Rapinoe fagnar sigurvítinu með liðsfélögum sínum í bandaríska landsliðinu. AP/Kiichiro Sato Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Ólympíukeppninnar í Tókýó eftir sigur á Evrópumeisturum Hollands í vítakeppni. Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð.
Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti