Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin eru sprungin, og það gæti þurft að beina ferðamönnum í sóttkví á hefðbundin hótel. Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira