Spilaði sinn fyrsta leik í níu mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 21:31 Joe Gomez og Virgil van Dijk spiluðu báðir sinn fyrsta fótboltaleik í marga mánuði í kvöld. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Stuðningsmenn Liverpool höfðu ástæðu til að fagna þrátt fyrir tap liðsins fyrir Herthu Berlín í æfingaleik í Þýskalandi í dag. Miðverðirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez sneru aftur eftir langvinn meiðsli. Van Dijk sleit krossband eftir að hafa lent saman við Jordan Pickford, markvörð Everton, í grannaslag liðanna í október í fyrra. Hann fór í aðgerð undir lok þess mánaðar og hefur verið frá síðan. Endurhæfing hans virðist vera að skila árangri þar sem hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í leik kvöldsins, sínum fyrsta í rúma níu mánuði. Miðvarðavandræði Liverpool á síðustu leiktíð einangruðust ekki við van Dijk þar sem Englendingurinn Joe Gomez lenti í samskonar meiðslum á æfingu með enska landsliðinu í nóvember. Gomez hefur, líkt og van Dijk, verið frá síðan en hann spilaði einnig sinn fyrsta leik um margra mánaða skeið er honum var skipt inn samhliða van Dijk í leik kvöldsins. Liverpool lenti 2-0 undir gegn Berlínarbúum í kvöld eftir mörk Argentínumannsins Santiago Ascacibar og Tyrkjans Suat Serdar. Sadio Mané og Takumi Minamino skoruðu eitt mark hvor með skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks til að jafna leikinn 2-2. Svartfellingurinn Stevan Jovetic skoraði aftur á móti fyrir Herthu á 66. mínútu leiksins, en hann er nýgenginn í raðir þýska félagsins. Þá náðu þeir Gomez og van Dijk ekki að halda hreinu á sínum skamma tíma á vellinum þar sem Jovetic bætti öðru marki sínu við á 80. mínútu. Alex Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn fyrir Liverpool skömmu fyrir leikslok en Hertha fagnaði 4-3 sigri. Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sjá meira
Van Dijk sleit krossband eftir að hafa lent saman við Jordan Pickford, markvörð Everton, í grannaslag liðanna í október í fyrra. Hann fór í aðgerð undir lok þess mánaðar og hefur verið frá síðan. Endurhæfing hans virðist vera að skila árangri þar sem hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í leik kvöldsins, sínum fyrsta í rúma níu mánuði. Miðvarðavandræði Liverpool á síðustu leiktíð einangruðust ekki við van Dijk þar sem Englendingurinn Joe Gomez lenti í samskonar meiðslum á æfingu með enska landsliðinu í nóvember. Gomez hefur, líkt og van Dijk, verið frá síðan en hann spilaði einnig sinn fyrsta leik um margra mánaða skeið er honum var skipt inn samhliða van Dijk í leik kvöldsins. Liverpool lenti 2-0 undir gegn Berlínarbúum í kvöld eftir mörk Argentínumannsins Santiago Ascacibar og Tyrkjans Suat Serdar. Sadio Mané og Takumi Minamino skoruðu eitt mark hvor með skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks til að jafna leikinn 2-2. Svartfellingurinn Stevan Jovetic skoraði aftur á móti fyrir Herthu á 66. mínútu leiksins, en hann er nýgenginn í raðir þýska félagsins. Þá náðu þeir Gomez og van Dijk ekki að halda hreinu á sínum skamma tíma á vellinum þar sem Jovetic bætti öðru marki sínu við á 80. mínútu. Alex Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn fyrir Liverpool skömmu fyrir leikslok en Hertha fagnaði 4-3 sigri.
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sjá meira