Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 21:00 Einar Aron, töframaður, hefur haldið töfranámskeið í allt sumar. stöð2 Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni. Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær. Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira
Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær.
Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00