„Ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2021 13:49 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að nýr litakóði fyrir Ísland hafi ekki teljandi áhrif. Vísir/Vilhelm Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, virðist heilt yfir ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Ísland sé komið á lista yfir appelsínugul ríki á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira