Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 07:00 Í yfirlýsingu Portsmouth segir að félagið líði ekki hvers kyns mismunun. Robin Jones/Getty Images Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu. Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017. Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017.
Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira