Björgvin Karl upp í annað sætið eftir aðra grein dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Björgvin Karl er í góðum gír á heimsleikunum í Madison. Björgvin Karl Guðmundsson er í toppbaráttunni í keppni karla á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er jafn tveimur öðrum í öðru sæti keppninnar eftir tvær greinar. Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti. CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira