Björgvin Karl náði sjötta sætinu í mjög krefjandi fyrstu grein á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 15:35 Allir keppendur fóru af stað á sama tíma, karlarnir voru með bláar sundhettur en konurnar bleikar. Instagram/@crossfitgames Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir náðu bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í opnunargrein heimsleikanna í CrossFit sem fóru af stað í dag en framundan eru þrjár greinar í viðbót áður en fyrsti dagurinn er úti. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástalíu, byrjar keppnina þar sem hún hefur endað undanfarin ár. Hún vann fyrstu grein og er því þegar komin í forystu. Finninn Jonne Koski vann aftur á móti mjög öruggan sigur hjá körlunum. Eins og áður er upphafsgrein heimsleikanna allt öðruvísi en aðrar greinar á leikunum og það breyttist ekki í ár. Keppendur þurftu að synda í 1600 metra (með sundblöðkum) og fara síðan á kajak í meira en þrjá kílómetra og allt á opnu vatni við Madison. Allir áttatíu keppendur í karla- og kvennaflokki byrjuðu á sama tíma og það var því mikil örtröð í byrjun keppninnar. Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel mjög og náði sjötta sætinu hjá körlunum sem er mjög gott hjá okkar manni í grein sem er afar erfitt að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig líka vel og náði þrettánda sætinu hjá konunum. Hún græddi örugglega á því að hafa geta æft útisundið þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir náði átjánda sætinu og varð næstbest af íslensku stelpunum en Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sætinu. Finninn Jonne Koski stakk af frá byrjun í sundinu enda frábær sundmaður. Hann gaf heldur ekkert eftir þegar hann var kominn í kajakinn og vann með miklum yfirburðum. Koski kláraði allt saman á einni klukkustund, sex mínútum og 44 sekúndum sem er frábær tími. Annar var Serbinn Lazar Dukic sem var líka mjög sannfærandi á kajakanum. Kanadamaðurinn Alex Vigneault varð síðan þriðji. Amanda Barnhart var fljótust að synda en gekk ekki vel á kajakanum og var fljót að missa forystuna til Kristi Eramo O'Connell og Emmu Tall. Tia-Clair Toomey var ekki langt á eftir í sundinu og stóð sig síðan frábærlega þegar hún var kominn í kajakinn. Toomey varð fyrst kvenna og kláraði á einni klukktímum tíu mínútum og 50 sekúndum og vann sína 25. grein á heim. Hún varð rétt á undan Eramo O'Connell eftir mikinn endasprett. Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástalíu, byrjar keppnina þar sem hún hefur endað undanfarin ár. Hún vann fyrstu grein og er því þegar komin í forystu. Finninn Jonne Koski vann aftur á móti mjög öruggan sigur hjá körlunum. Eins og áður er upphafsgrein heimsleikanna allt öðruvísi en aðrar greinar á leikunum og það breyttist ekki í ár. Keppendur þurftu að synda í 1600 metra (með sundblöðkum) og fara síðan á kajak í meira en þrjá kílómetra og allt á opnu vatni við Madison. Allir áttatíu keppendur í karla- og kvennaflokki byrjuðu á sama tíma og það var því mikil örtröð í byrjun keppninnar. Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel mjög og náði sjötta sætinu hjá körlunum sem er mjög gott hjá okkar manni í grein sem er afar erfitt að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig líka vel og náði þrettánda sætinu hjá konunum. Hún græddi örugglega á því að hafa geta æft útisundið þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist Þórisdóttir náði átjánda sætinu og varð næstbest af íslensku stelpunum en Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sætinu. Finninn Jonne Koski stakk af frá byrjun í sundinu enda frábær sundmaður. Hann gaf heldur ekkert eftir þegar hann var kominn í kajakinn og vann með miklum yfirburðum. Koski kláraði allt saman á einni klukkustund, sex mínútum og 44 sekúndum sem er frábær tími. Annar var Serbinn Lazar Dukic sem var líka mjög sannfærandi á kajakanum. Kanadamaðurinn Alex Vigneault varð síðan þriðji. Amanda Barnhart var fljótust að synda en gekk ekki vel á kajakanum og var fljót að missa forystuna til Kristi Eramo O'Connell og Emmu Tall. Tia-Clair Toomey var ekki langt á eftir í sundinu og stóð sig síðan frábærlega þegar hún var kominn í kajakinn. Toomey varð fyrst kvenna og kláraði á einni klukktímum tíu mínútum og 50 sekúndum og vann sína 25. grein á heim. Hún varð rétt á undan Eramo O'Connell eftir mikinn endasprett. Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig
Staðan hjá körlunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Jonne Koski 100 stig 2. Lazar Dukic 97 stig 3. Rogelio Gamboa 94 stig 4. Brandon Luckett 91 stig 5. Justin Medeiros 88 stig 6. Björgvin Karl Guðmundsson 85 stig - Staðan hjá konunum eftir fyrstu grein á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 100 stig 2. Kristi Eramo O'Connell 97 stig 3. Emma Tall 94 stig 4. Emily Rolfe 91 stig 5. Haley Adams 88 stig 6. Emma Cary 85 stig 13. Katrín Tanja Davíðsdóttir 64 stig 18. Anníe Mist Þórisdóttir 49 stig 25. Þuríður Erla Helgadóttir 32 stig
CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira