Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2021 18:24 Tökur fara nú fram fyrir bresku þættina Top Gear við Hjörleifshöfða. Bylgjan Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. „Hér er um einhvern misskilning að ræða. Við erum bara að sviðsetja hérna hlut, eins og við gerum í kvikmyndageiranum. Þá eru alls konar viðburðir sviðsettir og það er það sem er að eiga sér stað hérna við Hjörleifshöfða í dag,“ segir Guðmundur Guðjónsson, tökustjóri hjá True North, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tökur fyrir bresku þættina Top Gear fari fram við Hjörleifshöfða í dag. Kvartmíluklúbburinn hafði auglýst á Facebook eftir þátttakendum í sandspyrnu fyrir þættina og sagði Guðmundur í samtali við mbl.is að það hafi verið nokkuð óheppilegt. Ekki sé um eiginlega keppni að ræða. „Nei, nei, alls ekki. Og við erum í góðri samvinnu við landeigendur og erum að vinna þetta í nánu samstarfi við þá um hvernig öllu er til háttað hérna, þetta eru hlutir sem við höfum oft gert áður, bæði við Hjörleifshöfða og á fleiri stöðum víða um landið þar sem eðlilega fylgir okkar starfsemi eitthvert rask en við göngum auðvitað frá í samræmi við samkomulag okkar við landeiganda,“ segir Guðmundur í Reykjavík síðdegis. Hann segir að True North hafi verið í samtali við Umhverfisstofnun um verkefnið. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ segir Guðmundur. „Við höfum alltaf verið og erum í góðu samstarfi við umhverfisstofnun alls staðar þar sem við erum að vinna og við höfum átt í samtölum við þau í tengslum við þetta verkefni og erum með leyfi fyrir kvikmyndatöku þar sem er þörf á leyfi frá þeim.“ Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mýrdalshreppur Utanvegaakstur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
„Hér er um einhvern misskilning að ræða. Við erum bara að sviðsetja hérna hlut, eins og við gerum í kvikmyndageiranum. Þá eru alls konar viðburðir sviðsettir og það er það sem er að eiga sér stað hérna við Hjörleifshöfða í dag,“ segir Guðmundur Guðjónsson, tökustjóri hjá True North, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tökur fyrir bresku þættina Top Gear fari fram við Hjörleifshöfða í dag. Kvartmíluklúbburinn hafði auglýst á Facebook eftir þátttakendum í sandspyrnu fyrir þættina og sagði Guðmundur í samtali við mbl.is að það hafi verið nokkuð óheppilegt. Ekki sé um eiginlega keppni að ræða. „Nei, nei, alls ekki. Og við erum í góðri samvinnu við landeigendur og erum að vinna þetta í nánu samstarfi við þá um hvernig öllu er til háttað hérna, þetta eru hlutir sem við höfum oft gert áður, bæði við Hjörleifshöfða og á fleiri stöðum víða um landið þar sem eðlilega fylgir okkar starfsemi eitthvert rask en við göngum auðvitað frá í samræmi við samkomulag okkar við landeiganda,“ segir Guðmundur í Reykjavík síðdegis. Hann segir að True North hafi verið í samtali við Umhverfisstofnun um verkefnið. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ segir Guðmundur. „Við höfum alltaf verið og erum í góðu samstarfi við umhverfisstofnun alls staðar þar sem við erum að vinna og við höfum átt í samtölum við þau í tengslum við þetta verkefni og erum með leyfi fyrir kvikmyndatöku þar sem er þörf á leyfi frá þeim.“
Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mýrdalshreppur Utanvegaakstur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira