Justin LoFranco sér bara einn Íslending fyrir sér inn á topp fimm á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 15:45 Það eru gerðar miklar væntingar til Björgvins Karls Guðmundsson á þessum heimsleikum. Instagram/@bk_gudmundsson Justin LoFranco, hæstráðandi hjá Morning Chalk Up hefur sett fram sína spá um hverjir enda í fimm efstu sætunum í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison í Bandaríkjunum á morgun. Það er bara einn íslenskur keppandi sem endar meðal fimm hæstu á leikunum í ár ef marka má spá LoFranco sem hefur lifað og hrærst í CrossFit heiminum í langan tíma og ætti því að hafa mikið vit á þessu. Sá Íslendingur sem hefur að hans mati burði til að enda inn á topp fimm er Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í karlaflokki þar sem að heimsmeistari síðustu fimm ára, Matt Fraser, er hættur að keppa og því öruggt að nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn. LoFranco spáir því að Björgvin Karl verði meðal fimm efstu ásamt Kanadamanninum Jeffrey Adler, Bandaríkjamanninum Scott Panchik, Rússanum Aleksandar Ilin og Serbanum Lazar Dukic. Við Íslendingar eigum þrjá keppendur í kvennaflokki eða þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Anníe Mist Þórisdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur. LoFranco hefur ekki trú á neinni þeirra, ekki einu sinni Katrínu Tönju sem endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Það eru samt sem áður tveir Norðurlandabúar á lista hans eða hin norska Kristin Holte og hin sænska Emma Tall. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, er auðvitað á listanum hans og þar er líka hin ástralska Kara Saunders og hin bandaríska Bethany Shadburne. Shadburne greindist með kórónuveiruna í gær og verður því ekki með á leikunum. Fyrir utan Toomey þá lítur LoFranco alveg framhjá þeim sem voru í fimm kvenna ofurúrslitunum í fyrra en það voru auk Katrínar Tönju þær Kari Pearce, Haley Adams og Brooke Wells. Það er ekkert auðvelt að spá fyrir um lokaröðina í væntanlega mjög jafnri keppni. Það er fyrir öllu að lifa af niðurskurðinn á föstudag og laugardag og fá að keppa á lokadeginum. Takist það er allt mögulegt. Nú er það okkar kvenna að afsanna þessa spá. Allar eru þær miklir keppnismenn sem hafa náð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu. CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Það er bara einn íslenskur keppandi sem endar meðal fimm hæstu á leikunum í ár ef marka má spá LoFranco sem hefur lifað og hrærst í CrossFit heiminum í langan tíma og ætti því að hafa mikið vit á þessu. Sá Íslendingur sem hefur að hans mati burði til að enda inn á topp fimm er Hvergerðingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í karlaflokki þar sem að heimsmeistari síðustu fimm ára, Matt Fraser, er hættur að keppa og því öruggt að nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn. LoFranco spáir því að Björgvin Karl verði meðal fimm efstu ásamt Kanadamanninum Jeffrey Adler, Bandaríkjamanninum Scott Panchik, Rússanum Aleksandar Ilin og Serbanum Lazar Dukic. Við Íslendingar eigum þrjá keppendur í kvennaflokki eða þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Anníe Mist Þórisdóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur. LoFranco hefur ekki trú á neinni þeirra, ekki einu sinni Katrínu Tönju sem endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Það eru samt sem áður tveir Norðurlandabúar á lista hans eða hin norska Kristin Holte og hin sænska Emma Tall. Heimsmeistari síðustu fjögurra ára, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, er auðvitað á listanum hans og þar er líka hin ástralska Kara Saunders og hin bandaríska Bethany Shadburne. Shadburne greindist með kórónuveiruna í gær og verður því ekki með á leikunum. Fyrir utan Toomey þá lítur LoFranco alveg framhjá þeim sem voru í fimm kvenna ofurúrslitunum í fyrra en það voru auk Katrínar Tönju þær Kari Pearce, Haley Adams og Brooke Wells. Það er ekkert auðvelt að spá fyrir um lokaröðina í væntanlega mjög jafnri keppni. Það er fyrir öllu að lifa af niðurskurðinn á föstudag og laugardag og fá að keppa á lokadeginum. Takist það er allt mögulegt. Nú er það okkar kvenna að afsanna þessa spá. Allar eru þær miklir keppnismenn sem hafa náð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu.
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira