Ófrískar konur kallaðar í bólusetningu vegna ástandsins Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 09:53 Bólusetningarnar fara að þessu sinni ekki fram í Laugardalshöll, heldur á Suðurlandsbraut 34, þar sem skimanir hafa staðið yfir undanfarið. Vísir/Sigurjón Ófrískum konum verður boðin bólusetning við Covid-19 á fimmtudaginn. Framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni segir að ástand faraldursins kalli á þessa ráðstöfun og hvetur konur til að þiggja bólusetninguna. Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00