Kristófer hélt út í atvinnumennsku árið 2017 þegar hann gekk til liðs við Willem II í hollensku deildinni.
Hann lék í Hollandi til ársins 2019, en þá gekk hann til liðs við Grenoble í frönsku B-deildinni. Hann hefur þó aðeins leikið sex leiki með Grenoble, en fór á láni til PSV á seinasta ári þar sem hann hefur leikið vel með varaliði félagsins í hollensku B-deildinni.