„Ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 15:46 Sævar Atli hefur átt frábært tímabil, líkt og Leiknisliðið. Vísir/Hulda Margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis úr Breiðholti, er óvænt stjarna Pepsi Max-deildar karla í sumar. Sævar hefur nú skorað tíu mörk í 13 leikjum, og segist hafa komið sjálfum sér á óvart. Sævar verður í liði Leiknis sem mætir KA síðar í dag. „Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að skora svona mörg mörk,“ sagði Sævar Atli. „Framistaða mín, ef við teljum mörkin ekki með, er búin að vera bara fín, bara ágæt og ég get gert betur. En þegar maður er að skora og að spila frammi þá getur maður ekki verið að kvarta. Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til, en það er nóg eftir og ég ætla bara að halda áfram.“ Nýtur sín í fyrirliðahlutverkinu Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann segist njóta sín í því hlutverki. „Tímabilið í fyrra var mikil reynsla, að vera fyrirliði, og ég hef alltaf verið fyrirliði í yngri flokkum þannig að þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikið að garga og öskra menn áfram heldur reyni ég frekar að leiða með fordæmi á vellinum og drífa liðið áfram þannig fremst á vellinum, ég vil vera að hlaupa mikið og vera með læti. Ég fékk bara einn leik í efstu deild seinast, þannig að þetta er í raun mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og þetta er bara ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið í efstu deild.“ segir Sævar Atli. Klippa: Sævar Atli Fóru pressulausir inn í mótið Sævar Atli segir það hafa hjálpað Leiknismönnum að vera spáð botnsætinu af mörgum miðlum fyrir mót. Leiknir er með 17 stig, sem eru fleiri stig en liðið hefur nokkurn tíma fengið í efstu deild, í 6. sæti deildarinnar eftir 13 leiki. „Mér fannst við koma nokkuð pressulausir inn í mótið þar sem okkur var spáð 12. sæti nánast alls staðar. Það kom okkur smá á óvart en samt ekki. Við fórum pressulausir inn í þetta og höfum sýnt að við getum haldið boltanum vel og við erum með hörkulið,“ segir Sævar sem segir um markmið liðsins: „Markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur uppi og gera það sem Leikni hefur ekki tekist áður, að spila tvö tímabil í röð í efstu deild,“ Hlakkar til að spila fyrir Blika Sævar hefur samið við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins að tímabilinu loknu. Hann hefur verið orðaður við brottför til útlanda. Hann segir ekkert benda til annars en að hann fari í Kópavoginn. „Ég setti mér langtímamarkmið fyrir tveimur árum að vera kominn út í atvinnumennsku árið 2022. Það er markmiðið og eins og er er ég að fara að spila fyrir Breiðablik. Ég er mjög spenntur fyrir því, þetta er frábært lið og ég tel að ég muni bæta mig mikið þar því þeirra leikstíll hentar mér held ég mjög vel,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævars Atla sem má sjá í heild sinni að ofan. Leiknir mætir KA klukkan 17:00 í dag og getur jafnað Norðanmenn að stigum í töflunni með sigri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst beint útsending klukkan 16:50. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
„Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að skora svona mörg mörk,“ sagði Sævar Atli. „Framistaða mín, ef við teljum mörkin ekki með, er búin að vera bara fín, bara ágæt og ég get gert betur. En þegar maður er að skora og að spila frammi þá getur maður ekki verið að kvarta. Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til, en það er nóg eftir og ég ætla bara að halda áfram.“ Nýtur sín í fyrirliðahlutverkinu Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann segist njóta sín í því hlutverki. „Tímabilið í fyrra var mikil reynsla, að vera fyrirliði, og ég hef alltaf verið fyrirliði í yngri flokkum þannig að þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikið að garga og öskra menn áfram heldur reyni ég frekar að leiða með fordæmi á vellinum og drífa liðið áfram þannig fremst á vellinum, ég vil vera að hlaupa mikið og vera með læti. Ég fékk bara einn leik í efstu deild seinast, þannig að þetta er í raun mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og þetta er bara ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið í efstu deild.“ segir Sævar Atli. Klippa: Sævar Atli Fóru pressulausir inn í mótið Sævar Atli segir það hafa hjálpað Leiknismönnum að vera spáð botnsætinu af mörgum miðlum fyrir mót. Leiknir er með 17 stig, sem eru fleiri stig en liðið hefur nokkurn tíma fengið í efstu deild, í 6. sæti deildarinnar eftir 13 leiki. „Mér fannst við koma nokkuð pressulausir inn í mótið þar sem okkur var spáð 12. sæti nánast alls staðar. Það kom okkur smá á óvart en samt ekki. Við fórum pressulausir inn í þetta og höfum sýnt að við getum haldið boltanum vel og við erum með hörkulið,“ segir Sævar sem segir um markmið liðsins: „Markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur uppi og gera það sem Leikni hefur ekki tekist áður, að spila tvö tímabil í röð í efstu deild,“ Hlakkar til að spila fyrir Blika Sævar hefur samið við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins að tímabilinu loknu. Hann hefur verið orðaður við brottför til útlanda. Hann segir ekkert benda til annars en að hann fari í Kópavoginn. „Ég setti mér langtímamarkmið fyrir tveimur árum að vera kominn út í atvinnumennsku árið 2022. Það er markmiðið og eins og er er ég að fara að spila fyrir Breiðablik. Ég er mjög spenntur fyrir því, þetta er frábært lið og ég tel að ég muni bæta mig mikið þar því þeirra leikstíll hentar mér held ég mjög vel,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævars Atla sem má sjá í heild sinni að ofan. Leiknir mætir KA klukkan 17:00 í dag og getur jafnað Norðanmenn að stigum í töflunni með sigri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst beint útsending klukkan 16:50.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn