Dramatískur sigur Selfyssinga fyrir vestan Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 16:00 Martin skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri sunnlendinga. sunnlenska.is/Guðmundur Karl Selfoss lagði Vestra 2-1 í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta á Olís-vellinum á Ísafirði. Sigurmark gestanna var skorað í lok uppbótartíma. Um er að ræða annan leik fyrrum landsliðsþjálfara kvenna, Jóns Þórs Haukssonar, við stjórnvölin hjá Vestramönnum en sá fyrsti vannst gegn Þrótti Reykjavík. Vestri var fyrir leik í 7. sæti deildarinnar með 19 stig og gat með sigri stokkið upp að hlið Kórdrengja í 3. sæti. Selfoss er aftur á móti í mikilli fallbaráttu, með níu stig í 10. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Markalaust var í hálfleik en Pétur Bjarnason kom Vestra í forystu eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn hornspyrnu Benedikts V. Warén. Aðeins fimm mínútum síðar var enski framherjinn Gary Martin felldur af Sergine Fall innan teigs Vestra. Vítaspyrna var dæmd og Martin steig sjálfur á punktinn. Brenton Muhamed, markvörður Vestra, varði spyrnu hans en frákastið féll fyrir fætur Englendingsins sem skoraði og jafnaði leikinn. Allt virtist stefna í jafntefli en á lokamínútu uppbótartíma átti Martin gott samspil við Þorlák Breka Baxter áður en sá enski gaf boltann á Valdimar Jóhannsson sem skoraði af stuttu færi og tryggði Selfossi þannig 2-1 sigur á ögurstundu. Um er að ræða aðeins þriðja sigur Selfoss í sumar, og þann fyrsta í tæpan mánuð, síðan liðið vann sigurlaust botnlið Víkings frá Ólafsvík 5-3 þann 26. júní. Með sigrinum kemst Selfoss upp í tólf stig, áfram í 10. sætinu, fjórum stigum frá Aftureldingu sem er sætinu ofar. Þá slítar Selfyssingar sig lítillega frá Þrótturum sem eru í efra fallsætinu með sjö stig. Vestri er sem fyrr með 19 stig í 7. sæti. Lengjudeild karla UMF Selfoss Vestri Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Um er að ræða annan leik fyrrum landsliðsþjálfara kvenna, Jóns Þórs Haukssonar, við stjórnvölin hjá Vestramönnum en sá fyrsti vannst gegn Þrótti Reykjavík. Vestri var fyrir leik í 7. sæti deildarinnar með 19 stig og gat með sigri stokkið upp að hlið Kórdrengja í 3. sæti. Selfoss er aftur á móti í mikilli fallbaráttu, með níu stig í 10. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Markalaust var í hálfleik en Pétur Bjarnason kom Vestra í forystu eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn hornspyrnu Benedikts V. Warén. Aðeins fimm mínútum síðar var enski framherjinn Gary Martin felldur af Sergine Fall innan teigs Vestra. Vítaspyrna var dæmd og Martin steig sjálfur á punktinn. Brenton Muhamed, markvörður Vestra, varði spyrnu hans en frákastið féll fyrir fætur Englendingsins sem skoraði og jafnaði leikinn. Allt virtist stefna í jafntefli en á lokamínútu uppbótartíma átti Martin gott samspil við Þorlák Breka Baxter áður en sá enski gaf boltann á Valdimar Jóhannsson sem skoraði af stuttu færi og tryggði Selfossi þannig 2-1 sigur á ögurstundu. Um er að ræða aðeins þriðja sigur Selfoss í sumar, og þann fyrsta í tæpan mánuð, síðan liðið vann sigurlaust botnlið Víkings frá Ólafsvík 5-3 þann 26. júní. Með sigrinum kemst Selfoss upp í tólf stig, áfram í 10. sætinu, fjórum stigum frá Aftureldingu sem er sætinu ofar. Þá slítar Selfyssingar sig lítillega frá Þrótturum sem eru í efra fallsætinu með sjö stig. Vestri er sem fyrr með 19 stig í 7. sæti.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Vestri Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira