Foreldrar í uppnámi eftir að ógnandi hópur kastaði eggjum í þátttakendur ReyCup Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 11:18 Hópurinn hefur setið um Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla Reykjavíkurborg Mikil ókyrrð ríkir meðal keppenda og foreldra á fótboltamótinu ReyCup eftir að hópur ungmenna kastaði eggjum í keppendur á aldrinum 13 til 16 ára. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Framkvæmdastjóri mótsins segir að um skipulagðan verknað sé að ræða. Hópurinn hafi setið um gististaði keppenda í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla frá klukkan tíu til miðnættis síðustu tvo daga og látið til skarar skríða. Að sögn vitna voru aðilarnir ógnandi og á aldrinum 18 til 20 ára. Hafa ferðatöskur, föt og dýnur meðal annars orðið fyrir barðinu á eggjakastinu. „Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vonum auðvitað að þetta hætti og að þeir sem hafi orðið fyrir þessu fái að njóta restarinnar af mótinu.“ Gunnhildur segir að stjórn mótsins hafi átt í góðum samskiptum við lögreglu sem hafi undir höndum upptökur úr öryggismyndavélum á skólalóðunum. Stjórnin hvetur fólk til að hafa augun opin næstu daga og láta lögreglu vita ef það verður vart við hópinn. Keppandi greindist smitaður í gær Keppandi í 4. flokki á mótinu greindist með kórónuveiruna seint í gær og eru tvö lið á mótinu komin í sóttkví. Ekki er gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins. Gunnhildur segir vel gætt að sóttvörnum á mótinu og tekið mið af leiðbeiningum almannavarna. Eru takmarkanir nú með svipuðu fyrirkomulagi og þegar mótið var síðast haldið í fyrra. Sem hluti af því er meðal annars búið að takmarka aðgengi að öllu húsnæði, banna umferð annarra en keppenda og liðsstjóra á gististöðum og hvetja fólk til að dreifa sér vel um keppnissvæðið. Knattspyrnumótið stendur fram á sunnudag og segir Gunnhildur að skipuleggjendur fylgist nú vel með fyrirhuguðum sóttvarnaaðgerðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi klukkan 16 í dag. Íþróttir barna Lögreglumál ReyCup Tengdar fréttir Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Framkvæmdastjóri mótsins segir að um skipulagðan verknað sé að ræða. Hópurinn hafi setið um gististaði keppenda í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla frá klukkan tíu til miðnættis síðustu tvo daga og látið til skarar skríða. Að sögn vitna voru aðilarnir ógnandi og á aldrinum 18 til 20 ára. Hafa ferðatöskur, föt og dýnur meðal annars orðið fyrir barðinu á eggjakastinu. „Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vonum auðvitað að þetta hætti og að þeir sem hafi orðið fyrir þessu fái að njóta restarinnar af mótinu.“ Gunnhildur segir að stjórn mótsins hafi átt í góðum samskiptum við lögreglu sem hafi undir höndum upptökur úr öryggismyndavélum á skólalóðunum. Stjórnin hvetur fólk til að hafa augun opin næstu daga og láta lögreglu vita ef það verður vart við hópinn. Keppandi greindist smitaður í gær Keppandi í 4. flokki á mótinu greindist með kórónuveiruna seint í gær og eru tvö lið á mótinu komin í sóttkví. Ekki er gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins. Gunnhildur segir vel gætt að sóttvörnum á mótinu og tekið mið af leiðbeiningum almannavarna. Eru takmarkanir nú með svipuðu fyrirkomulagi og þegar mótið var síðast haldið í fyrra. Sem hluti af því er meðal annars búið að takmarka aðgengi að öllu húsnæði, banna umferð annarra en keppenda og liðsstjóra á gististöðum og hvetja fólk til að dreifa sér vel um keppnissvæðið. Knattspyrnumótið stendur fram á sunnudag og segir Gunnhildur að skipuleggjendur fylgist nú vel með fyrirhuguðum sóttvarnaaðgerðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi klukkan 16 í dag.
Íþróttir barna Lögreglumál ReyCup Tengdar fréttir Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06