„Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2021 21:37 Hörður Orri Grettisson er formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. „Við erum bara búin að tala saman. Við horfðum á fundinn í dag og erum að bíða eftir hvað ríkisstjórnin gerir,“ segir Hörður Orri Grettisson formaður þjóðhátíðarnefndar í samtali við Vísi. Ekkert sé til í því að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni, sem halda á um verslunarmannhelgina eftir viku, og henni hafi þar með verið aflýst. „Þetta er bara algjört bull. Einn fjölmiðillinn spurði hvort búið væri að afbóka allt hjá Exton en Exton hefur ekki verið í Herjólfsdal í fimmtán eða tuttugu ár. Þannig að þetta er eitthvað úr lausu lofti gripið,“ segir Hörður. „Það er ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann.“ Skipuleggjendur bíði átekta. „Það er ekkert búið að breytast í dag nema að Þórólfur hélt fund og svo veit maður ekki meir,“ segir Hörður. „Ef það verða þannig samkomutakmarkanir settar á í landinu að það þarf að blása þjóðhátíð af þá náttúrulega verður það gert.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í dag myndu skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um takmarkanir innanlands. Reiknað er með að ríkisstjórnin fundi um tillögur Þórólfs á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
„Við erum bara búin að tala saman. Við horfðum á fundinn í dag og erum að bíða eftir hvað ríkisstjórnin gerir,“ segir Hörður Orri Grettisson formaður þjóðhátíðarnefndar í samtali við Vísi. Ekkert sé til í því að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni, sem halda á um verslunarmannhelgina eftir viku, og henni hafi þar með verið aflýst. „Þetta er bara algjört bull. Einn fjölmiðillinn spurði hvort búið væri að afbóka allt hjá Exton en Exton hefur ekki verið í Herjólfsdal í fimmtán eða tuttugu ár. Þannig að þetta er eitthvað úr lausu lofti gripið,“ segir Hörður. „Það er ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann.“ Skipuleggjendur bíði átekta. „Það er ekkert búið að breytast í dag nema að Þórólfur hélt fund og svo veit maður ekki meir,“ segir Hörður. „Ef það verða þannig samkomutakmarkanir settar á í landinu að það þarf að blása þjóðhátíð af þá náttúrulega verður það gert.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í dag myndu skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um takmarkanir innanlands. Reiknað er með að ríkisstjórnin fundi um tillögur Þórólfs á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24
Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00