Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 21:16 Matthías var svekktur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. FH var síst verra liðið í leiknum og leikskipulag þeirra gekk upp lengst af. Góð lið refsa hins vegar og það gerðu Rosenborg í kvöld. „Vonsvikinn að við náðum ekki að halda aðeins lengur út. Fannst við spila mjög agað og góðan varnarleik í fyrri hálfeik. Sköpuðum betri færi en þeir en svo vorum við alltof lágir í pressunni í seinni hálfleik og þeir nýttu sér það.“ „Við vorum orðnir þreyttir þarna undir lokin en heilt yfir fengum við færin til þess að skora á þá. Ég fékk eitt og Jónatan Ingi (Jónsson) átti skot í stöng og fékk færi undir lokin. Bara vonsvikinn að þetta var ekki aðeins jafnara í seinni hálfleik,“ sagði Matthías sársvekktur í leikslok. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir skoruðu eftir rúman klukkutíma. Það mark kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sló það FH út af laginu? „Það getur vel verið. Þeir eru með aðeins meiri gæði en við og við vorum orðnir þreyttir, þegar maður er þreyttur tekur maður slæmar ákvarðanir. Heilt yfir var þetta fín frammistaða en vonsviknir yfir úrslitunum.“ „Það hefði verið meiri séns ef þetta hefði bara farið 1-0 en svona fór þetta í dag. Svona er munurinn á þessum liðum. Við lærum helling af þessu, vonandi,“ sagði Matthías að endingu. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Hafnfirðingum og eru í kjörstöðu í einvíginu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
FH var síst verra liðið í leiknum og leikskipulag þeirra gekk upp lengst af. Góð lið refsa hins vegar og það gerðu Rosenborg í kvöld. „Vonsvikinn að við náðum ekki að halda aðeins lengur út. Fannst við spila mjög agað og góðan varnarleik í fyrri hálfeik. Sköpuðum betri færi en þeir en svo vorum við alltof lágir í pressunni í seinni hálfleik og þeir nýttu sér það.“ „Við vorum orðnir þreyttir þarna undir lokin en heilt yfir fengum við færin til þess að skora á þá. Ég fékk eitt og Jónatan Ingi (Jónsson) átti skot í stöng og fékk færi undir lokin. Bara vonsvikinn að þetta var ekki aðeins jafnara í seinni hálfleik,“ sagði Matthías sársvekktur í leikslok. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir skoruðu eftir rúman klukkutíma. Það mark kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sló það FH út af laginu? „Það getur vel verið. Þeir eru með aðeins meiri gæði en við og við vorum orðnir þreyttir, þegar maður er þreyttur tekur maður slæmar ákvarðanir. Heilt yfir var þetta fín frammistaða en vonsviknir yfir úrslitunum.“ „Það hefði verið meiri séns ef þetta hefði bara farið 1-0 en svona fór þetta í dag. Svona er munurinn á þessum liðum. Við lærum helling af þessu, vonandi,“ sagði Matthías að endingu.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Hafnfirðingum og eru í kjörstöðu í einvíginu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Hafnfirðingum og eru í kjörstöðu í einvíginu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00