Var 17 ára á Þjóðhátíð þegar hann var kallaður á sjóinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:33 Farið hefur verið um víðan völl í fyrstu seríu af þáttunum Á rúntinum. Samsett Þættirnir Á rúntinum hafa verið sýndir hér á Vísi í sumar. Nú er fyrstu seríu lokið og því vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp nokkur góð augnablik, ásamt því að deila áður óséðu efni. Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær. Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær.
Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira