„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. júlí 2021 07:00 Heimir Guðjónsson segir sína menn vera búnir að grafa leik helgarinnar fyrir erfitt verkefni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira