„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. júlí 2021 07:00 Heimir Guðjónsson segir sína menn vera búnir að grafa leik helgarinnar fyrir erfitt verkefni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira