Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 21:00 Mady Camara skoraði og fékk rautt í sigri kvöldsins hjá Olympiakos. Dimitris Lampropoulos/Anadolu Agency via Getty Images Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar. Mady Camara skoraði eina mark leiksins í kvöld á 29. mínútu en hann fékk svo að líta rautt spjald skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mert Celik úr liði gestanna var vikið af velli um miðjan síðari hálfleik og luku liðin því leik 10 gegn 10. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem er nýgenginn í raðir Olympiakos frá Sevilla, var ekki í leikmannahópi gríska liðsins í kvöld en þrátt fyrir það þurfti Ögmundur að gera sér bekkjarsetu að góðu í kvöld. Á milli stanganna stóð hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis. Ögmundur hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir gríska stórliðið frá því að hann var keyptur til þess frá AEL í Grikklandi síðasta sumar. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Portúgalann José Sá sem er genginn í raðir Wolves til að fylla skarð Rui Patricio sem fór til Roma á Ítalíu. Tzolakis virðist fyrir framan Ögmund í goggunarröðinni þar sem hann spilaði fimm deildarleiki í fyrra. Sé Ögmundur orðinn þriðji markvörður félagsins er ekki alls ólíklegt að hann hugsi sér til hreyfings í sumar. Fleiri leikir voru á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var milli PSV Eindhoven frá Hollandi og Galatasaray frá Tyrklandi. Þeir hollensku unnu þar öruggan 5-1 heimasigur og eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Ísraelinn Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir PSV og Þjóðverjinn Mario Götze tvö. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar: Kairat Almaty 2-1 Rauða stjarnan Malmö FF 2-1 HJK Helsinki Mura 0-0 Ludogorets Razgrad Slovan Bratislava 0-0 Young Boys Legía Varsjá 2-1 Flora Tallinn Olympiakos 1-0 FK Neftchi PSV Eindhoven 5-1 Galatasaray Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Mady Camara skoraði eina mark leiksins í kvöld á 29. mínútu en hann fékk svo að líta rautt spjald skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mert Celik úr liði gestanna var vikið af velli um miðjan síðari hálfleik og luku liðin því leik 10 gegn 10. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem er nýgenginn í raðir Olympiakos frá Sevilla, var ekki í leikmannahópi gríska liðsins í kvöld en þrátt fyrir það þurfti Ögmundur að gera sér bekkjarsetu að góðu í kvöld. Á milli stanganna stóð hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis. Ögmundur hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir gríska stórliðið frá því að hann var keyptur til þess frá AEL í Grikklandi síðasta sumar. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Portúgalann José Sá sem er genginn í raðir Wolves til að fylla skarð Rui Patricio sem fór til Roma á Ítalíu. Tzolakis virðist fyrir framan Ögmund í goggunarröðinni þar sem hann spilaði fimm deildarleiki í fyrra. Sé Ögmundur orðinn þriðji markvörður félagsins er ekki alls ólíklegt að hann hugsi sér til hreyfings í sumar. Fleiri leikir voru á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var milli PSV Eindhoven frá Hollandi og Galatasaray frá Tyrklandi. Þeir hollensku unnu þar öruggan 5-1 heimasigur og eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Ísraelinn Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir PSV og Þjóðverjinn Mario Götze tvö. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar: Kairat Almaty 2-1 Rauða stjarnan Malmö FF 2-1 HJK Helsinki Mura 0-0 Ludogorets Razgrad Slovan Bratislava 0-0 Young Boys Legía Varsjá 2-1 Flora Tallinn Olympiakos 1-0 FK Neftchi PSV Eindhoven 5-1 Galatasaray
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu